Fara á efnissvæði

Heilsueflandi vinnustaður er heildræn nálgun sem hefur það að markmiði að stuðla að betri heilsu og vellíðan fólks á vinnustöðum.

Heilsueflandi vinnustaður er gagnvirkt verkfæri sem allir vinnustaðir geta notað endurgjaldslaust til að átta sig á og máta sig við þá þætti á vinnustað sem hafa áhrif á heilsu og vellíðan starfsfólks. Niðurstöðurnar nýtast síðan til að móta öflugan heilsueflandi vinnustað.

Heilsueflandi vinnustaður

Heilsueflandi vinnustaður er sameiginlegt verkefni vinnuveitenda, starfsfólks og samfélagsins. Leitað er leiða til að bæta vinnuskipulag og vinnuumhverfi, hvetja til virkrar þátttöku og stuðla að þroska og vellíðan einstaklingsins.

Skoða nánar

Heilsueflandi viðmið

Inn á vefnum heil­sue­flan­di.is er vefsvæði þar sem dregin hafa ver­ið fram hel­stu viðmið sem heil­sue­flan­di vin­nus­taðir geta miðað sig við. Þeim he­fur ver­ið skipt niður í átta gátlista um hel­stu þæt­ti sem teng­jast heil­sue­flingu starfs­fólks á vin­nustöðum. Hér er einnig að finna leiðbeiningar um innleiðingu og fyrstu skref. 

Skoða nánar

Áherslur

Þegar skorun viðmiða er lokið eru niðurstöður nýttar til stefnumótunar á sviði heilsueflingar. Vinnustaðurinn velur hvað skuli leggja áherslu á hverju sinni, setur sér markmið og gerir áætlanir um útfærslu sem ná til sem flestra á vinnustaðnum. 

Skoða nánar

Heilsueflandi til framtíðar

Heil­sue­flan­di vin­nus­taður er framtíðarverkefni sem er gott að hafa í huga við allt skip­u­lag og stefnumó­tun vin­nus­taðar. Æski­legt er að yfir­fara viðmiðin reglulega, á eins til tveggja ára fresti til að meta stöðu­na og sjá hvaða breytin­gar hafi átt sér stað.

Skoða nánar

Á heilsueflandi vinnustað er lögð áhersla á

Hollt mataræði

Stjórnunarhætti sem styðja við heilsueflingu 

Vellíðan starfsfólks

Starfshætti sem stuðla að vellíðan og hæfilegu álagi 

Hreyfingu og útiveru eftir því sem við á

Öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi

Áfengis-, tóbaks- og vímuefnalausan vinnustað

Umhverfisvernd