Fara á efnissvæði

Heilsueflandi til framtíðar

Heil­sue­flan­di vin­nus­taður er framtíðarverkefni sem er gott að hafa í huga við allt skip­u­lag og stefnumó­tun vin­nus­taðar. Æski­legt er að yfir­fara viðmiðin reglulega, á eins til tveggja ára fresti til að meta stöðu­na og sjá hvaða breytin­gar hafi átt sér stað.

Heilsueflandi vinnustaður er framtíðarverkefni sem þarf að hafa í huga við allt skipulag og stefnumótun vinnustaðar.

  • Innleiðing heilsueflandi vinnustaðar er ákvörðun stjórnenda og starfsfólks vinnustaðarins.
  • Velja þarf mismunandi leiðir eftir starfsemi og menningu vinnustaðar.
  • Um þróunarferli er að ræða sem hugsað er til langframa.
  • Markmiðið er ekki að fá fullt hús stiga í byrjun heldur að skoða hvar tækifæri liggja til að gera betur.
  • Oft er hægt að velja einfaldar aðgerðir sem kosta lítið eða ekkert en leiða til betri líðanar starfsmanna.

Æskilegt er að yfirfara viðmiðin árlega til að meta stöðuna og sjá hvort breytingar hafi átt sér stað sem þarf að bregðast við og einnig til að meta árangur af heilsueflingarstarfinu. Hafið í huga að Heilsueflandi vinnustaður er langhlaup en ekki átaksverkefni. Meta þarf því reglulega hvort vinnustaðurinn leitast við að nálgast viðmiðin til að viðhalda og efla heilsu og vellíðan starfsfólks.