Heilsueflandi vinnustaður er heildræn nálgun sem hefur það að markmiði að stuðla að betri heilsu og vellíðan fólks á vinnustöðum.

Heilsueflandi vinnustaður er gagnvirkt verkfæri sem allir vinnustaðir geta notað endurgjaldslaust til að átta sig á og máta sig við þá þætti á vinnustað sem hafa áhrif á heilsu og vellíðan starfsfólks. Niðurstöðurnar nýtast síðan til að móta öflugan heilsueflandi vinnustað.

Heilsueflandi viðmið
Inn á vefnum heilsueflandi.is er vefsvæði þar sem dregin hafa verið fram helstu viðmið sem heilsueflandi vinnustaðir geta miðað sig við. Þeim hefur verið skipt niður í átta gátlista um helstu þætti sem tengjast heilsueflingu starfsfólks á vinnustöðum. Hér er einnig að finna leiðbeiningar um innleiðingu og fyrstu skref.

Heilsueflandi til framtíðar
Heilsueflandi vinnustaður er framtíðarverkefni sem er gott að hafa í huga við allt skipulag og stefnumótun vinnustaðar. Æskilegt er að yfirfara viðmiðin reglulega, á eins til tveggja ára fresti til að meta stöðuna og sjá hvaða breytingar hafi átt sér stað.
Á heilsueflandi vinnustað er lögð áhersla á
Hollt mataræði
Stjórnunarhætti sem styðja við heilsueflingu
Vellíðan starfsfólks
Starfshætti sem stuðla að vellíðan og hæfilegu álagi
Hreyfingu og útiveru eftir því sem við á
Öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi
Áfengis-, tóbaks- og vímuefnalausan vinnustað
Umhverfisvernd