Fara á efnissvæði

Heilsueflandi vinnustaður

Heil­sue­flan­di vin­nus­taðður er sameigin­legt verkefni vin­nu­vei­t­en­da, starfs­fólks og sam­félagsins. Leitað er leiða til að bæta vin­nuskip­u­lag og vin­nu­umhver­fi, hvet­ja til virkrar þát­ttöku og stuðla að þros­ka og vel­líðan ein­stak­lingsins.

Heilsueflandi vinnustaður hefur það að markmiði að stuðla að góðri heilsu og vellíðan starfsfólks. Hann byggir starfsemi sína á viðmiðum um Heilsueflandi vinnustaði og nýtir til þess gagnvirkt verkfæri á vefnum heilsueflandi.is. Viðmiðin á vefnum eru aðgengileg öllum vinnustöðum á landinu án endurgjalds. 

Á Heilsueflandi vinnustað er lögð áhersla á

  • Hollt mataræði
  • Stjórnunarhætti sem styðja við heilsueflingu
  • Vellíðan starfsfólks
  • Starfshætti sem stuðla að vellíðan og hæfilegu álagi
  • Hreyfingu og útiveru eftir því sem við á
  • Öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi
  • Áfengis-, tóbaks- og vímuefnalausan vinnustað
  • Umhverfisvernd
Heilsueflandi vinnustaður - Kynning
Spila myndband

Af hverju heilsueflandi?

Flest verjum við stórum hluta vökutíma okkar í vinnunni. Það er því mikilvægt að vinnustaðir bjóði upp á heilbrigt vinnuumhverfi og stuðli að heilsueflingu og vellíðan almennt. Vitað er að vinnan er góð fyrir andlega og líkamlega heilsu en einnig er vitað að neikvætt vinnuumhverfi getur leitt til líkamlegs og andlegs heilsufarsvanda og jafnvel brotthvarfs af vinnumarkaði.

Margir halda að heilsueflandi vinnustaður snúist um að allir eigi að fara út að hlaupa, lyfta eða borða ofurhollt en viðmiðin taka ekki einungis á hreyfingu og næringu, heldur öllum þeim þáttum sem rannsóknir sýna að hafi áhrif á heilsu og vellíðan okkar í vinnu. Viðmiðin gefa okkur heildræna sýn á heilsu sem allir vinnustaðir ættu að geta tileinkað sér, vinnustað sínum og starfsfólki til hagsbóta.

Fyrir hverja er Heilsueflandi vinnustaður?

Heilsueflandi vinnustaður hentar fyrir alla vinnustaði óháð stærð, atvinnugrein eða staðsetningu. Hver vinnustaður getur nýtt viðmið Heilsueflandi vinnustaðar út frá sínum þörfum, forsendum og möguleikum.

Ávinningur vinnustaða af því að huga að heilsu starfsfólks er óumdeildur og getur kristallast í eftirfarandi atriðum. Ávinningur starfsfólks getur að sama skapi verið umtalsverður og sjá má dæmi um það hér fyrir neðan. 

Ávinningur vinnustaðar getur falist í:

Meiri starfsánægju

Sterkari liðsheild

Fjárfestingu í mannauði

Minni líkum á veikindum
og slysum

Eftirsóknarverðari vinnustað

Minni starfsmannaveltu

Aukinni sköpunargleði

Aukinni helgun í starfi

Bættri ímynd

Bættum afrakstri

Ávinningur starfsfólks getur falist í:

Aukin vellíðan í starfi og meiri starfsánægja

Bætt heilsa

Bætt andleg líðan

Aukin líkamleg færni

Aukin helgun í starfi

Meira traust og sjálfræði í starfi

Meiri hæfni og áhugi

Bætt félagsleg tengsl og samskipti á vinnustað

Jákvæð áhrif á fjölskyldu og umhverfi

Tilurð viðmiðanna

Viðmiðin fyrir Heilsueflandi vinnustað voru unnin af sérfræðingum VIRK, embættis landlæknis og Vinnueftirlitsins. Við gerð þeirra var horft til rannsókna og fyrirmynda erlendis frá, viðmiða embættis landlæknis fyrir Heilsueflandi skóla og Heilsueflandi samfélög, auk heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Viðmiðin voru rýnd af sérfræðingum á hverju sviði svo sem á sviði næringar og hreyfingar hjá embætti landlæknis. Viðmið sem lúta að stjórnun og starfsháttum voru rýnd af stjórnendum, mannauðsstjórum og ráðgjöfum úr atvinnulífinu.
Þau voru loks prufukeyrð hjá tíu ólíkum vinnustöðum sem valin voru úr hópi 70 umsækjanda auk þess að vera prufukeyrð hjá VIRK, embætti landlæknis og Vinnueftirlitinu. Öll þessi rýni skilaði sér í gagnlegum útfærslum á viðmiðunum sem þurfa þó að vera í stöðugri endurskoðun.

Samstarfið um Heilsueflandi vinnustað

Embætti landlæknis, Vinnueftirlit ríkisins og VIRK Starfsendurhæfingarsjóður skrifuðu undir viljayfirlýsingu þann 21. febrúar 2019 um samstarf varðandi heilsueflingu og forvarnir á vinnustöðum. Í samstarfinu fólst m.a. mótun viðmiða fyrir heilsueflandi vinnustaði og uppsetning á gagnvirku verkfæri fyrir heilsueflandi vinnustaði ásamt upplýsingagjöf.  

Þann 7. október 2021 voru viðmiðin kynnt og gerð aðgengileg öllum fyrirtækjum og stofnunum í landinu á sérstöku gagnvirku verkfæri á vefsvæðinu heilsueflandi.is. Af því tilefni undirrituðu Alma Möller landlæknir, Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir forstjóri Vinnueftirlitsins og Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK viðauka við fyrri viljayfirlýsingu til staðfestingar á áframhaldandi samstarfi stofnanna þriggja. Það var tímanna tákn að Hanna Sigríður undirritaði viðaukann í gegnum Teams því hún var í smitgát vegna Covid.

Samhliða vinnu við mótun viðmiða héldu samstarfsaðilarnir morgunfundi þar sem boðið var upp á fjölbreytt fræðsluerindi um heilsueflingu og vellíðan á vinnustöðum. Hægt er að nálgast upptökur af morgunfundunum hér undir Viðburðum.

Til að styðja betur við útbreiðslu og framkvæmd Heilsueflandi vinnustaða hafa samstarfsaðilarnir komið á fót þessari vefsíðu vinnustadir.heilsueflandi.is með fjölbreyttu stuðningsefni fyrir vinnustaði. Þar er hægt að lesa leiðbeiningar og góð ráð og kynningarmyndbönd um allt það helsta sem gott er að vita við innleiðingu og framkvæmd. Á vefnum verður jafnframt aðgengi að upptökum af þeim

Heimsmarkmiðin

Öll viðmið í gátlistum Heilsueflandi vinnustaðar hafa verið tengd við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Hægt er að skoða hvaða heimsmarkmiðum hvert og eitt viðmið í gátlistunum tengist. Jafnframt er hægt að skoða út frá heimsmarkmiðunum, hvaða viðmið í ólíkum gátlistum tengjast hverju heimsmarkmiði fyrir sig.