Fara á efnissvæði

Viðburðir

Hér má nálgast umfjöllun og upptökur af viðburðum Heilsueflandi vinnustaða. Teymið um Heilsueflandi vinnustað hefur undanfarin ár fengið áhugaverða fyrirlesara, bæði innlenda og erlenda, til liðs við sig til að fjalla um heilsueflingu og vellíðan á vinnustöðum. Umfjöllunarefnið hefur verið fjölbreytt svo sem um heilsueflandi forystu, streitu, kulnun, líðan og hamingjuna á vinnustöðum svo eitthvað sé nefnt. 

Einnig eru hér upptökur af viðburðum þar sem leiðbeint er um innleiðingu og framkvæmd Heilsueflandi vinnustaðar.

Liðnir viðburðir

29. mars 2023
08:30

Skref fyrir skref - Heilsueflandi vinnustaður - morgunfundur 29. mars

VIRK, embætti landlæknis og Vinnueftirlit ríkisins buðu upp á morgunfund um heilsueflandi vinnustaði miðvikudaginn 29. mars undir yfirskriftinni „Skref fyrir skref“.

 

 

29. mars 2023
08:30

Breytingar á vinnustöðum eftir Covid 19

Breytingar á vinnustöðum eftir Covid 19 var viðfangsefni fundarins og fyrirlesari var Lisa Vivoli Straume forstöðukona og stofnandi MIND í Noregi.

28. janúar 2023
08:30

Er allt í gulu á þínum vinnustað?

Heilsueflandi vinnustaður, samstarfsverkefni VIRK, embættis landlæknis og Vinnueftirlits ríkisins stóðu að morgunfundi í tengslum við gulan september undir yfirskriftinni ,,Er allt í gulu á þínum vinnustað?"

30. nóvember 2022
13:00

Rafræn vinnustofa um Heilsueflandi vinnustað - Sköpum saman heilsueflandi vinnustaðamenningu

Full­trúum frá heil­sue­flan­di vin­nustöðum var boðið til rafræn­nar vin­nusto­fu um framkvæmd Heil­sue­flan­di vin­nus­taða. Til­gan­gurinn var að deila góðum hugmyn­dum, fá ný­jar, finna út hvað virkar vel og ska­pa saman heil­sue­flan­di vin­nus­taða­men­ningu. Upptökur og afrakstur vinnustofunnar má nálgast hér.

16. nóvember 2022
08:30

Vinnustofa um Heilsueflandi vinnustað - Sköpum saman heilsueflandi vinnustaðamenningu

Fulltrúum frá heilsueflandi vinnustöðum er boðið til vinnustofu um framkvæmd Heilsueflandi vinnustaða. Tilgangurinn er að deila góðum hugmyndum, fá nýjar, finna út hvað virkar vel og skapa saman heilsueflandi vinnustaðamenningu.

18. maí 2022
12:00

Ertu á svölum vinnustað?

Marie Kingston, vinnusálfræðingur og höfundi bókarinnar Stop stress og Streitustigans fjallaði um þróun streitu og hvernig megi nýta Streitustigann sem verkfæri á vinnustöðum til að draga úr streitu.

18. maí 2022
12:00

Vinnustofa - Streita og vinnustaðir

Marie Kingston, vinnusálfræðingur og höfundi bókarinnar Stop stress og Streitustigans hélt vinnustofu þar sem kynnt voru ýmis ráð og verkfæri sem vinnustaðari geta notað til að takast á við streitu og kulnun. Bæði var um að ræða hugmyndir og verkfæri sem hægt er að nota í forvarnaskyni en einnig til að takast að við streitu sem hefur náð að þróast um lengir í tíma og stefnir í kulnun.

16. mars 2022
08:30

Heilsueflandi forysta og vellíðan í starfi

Dr. Sigrún Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og prófessor í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og formaður Þekkingarseturs um þjónandi forystu fjallar um forystu og vellíðan í starfi.

21. september 2021
08:30

Eflum heilsu á vinnustöðum - kynning á viðmiðum um heilsueflandi vinnustað

Kynning á nýjum viðmiðum fyrir heilsueflandi vinnustaði. Alma Möller landlæknir, Ingibjörg Loftsdóttir sviðsstjóri hjá VIRK og Inga Berg Gísladóttir verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis tóku til máls og kynntu viðmiðin og tilurð þeirra.

26. maí 2021
08:00

Kulnun - Hvað höfum við lært sem nýtist okkur nú?

Dr. Christina Maslach er bandarískur sálfræðingur og prófessor (emerita) í sálfræði við Berkeley háskóla í Kaliforníu fjallaði um kulnun og áhrif vinnustaða á líðan starfsfólks. Hún er þekktust fyrir að brautryðjanda starf sitt í rannsóknum á vinnutengdri kulnun og er jafnframt meðhöfundur Maslach Burnout Inventory (MBI). En það er mest notaða mælitækið til að mæla kulnun og er til í fimm útgáfum sem henta mismunandi starfsstéttum.

25. febrúar 2021
08:30

Líðan starfsfólks og leiðir til velsældar

Umfjöllunarefni fundarins var líðan starfsfólks á vinnumarkaði og leiðir til að efla velsæld á tímum Covid, hvað vinnustaðir geti gert til að bæta líðan starfsfólks.

*Dóra Guðrún Guð­munds­dót­tir - „Líðan ful­lorðin­na Íslendin­ga 2020 - var hún öðru­vísi en árin á un­dan? *Gun­nur Líf Gun­nars­dót­tir - „Orðin í ver­ki – öflug fram­lí­na í fyrir­rú­mi. Veg­fer­ðin að velfer­ðarþjónus­tu Samkau­pa“. *Hildur At­ladót­tir - „Vel­líðan í leik og starfi“ - Ísal.

21. febrúar 2021
08:30

Hamingja á vinnustöðum er alvörumál!

Vanessa King hjá Action for Happiness fjallar um mikilvægi hamingju á vinnustöðum. Hún er þekktur fyrirlesari á sviði jákvæðrar sálfræði og sérfræðingur um vellíðan, þrautseigju og hamingju á vinnustöðum. 

29. október 2020
08:00

Fjarvinna og staðvinna - Ógnir og tækifæri

Hinrik Sigurður Jóhannesson mannauðsstjóri Advania flutti erindið „Fjarvinnan og framtíðin - Lífið í miðju stormsins“ og Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við HÍ fjallaði um áhrifin af Covid 2019 í erindinu „Kóvít-19 hefur ýtt stjórnendum út í breytingar - Afleiðingar og lærdómur“.

15. janúar 2020
08:30

Jákvæðir starfshættir á heilsueflandi vinnustað

Prófessor Illona Boniwell sem hefur verið leiðandi í jákvæðri sálfræði í Evrópu undanfarin ár fjallaði um mikilvægi jákvæðra starfshátta í fyrirtækjum.

12. september 2019
08:30

Fara teymisvinna og vellíðan saman?

Dr. Henning Bang prófessor við Oslóarháskóla flutti erindið „What characterizes teamwork that creates great results and makes team members happy?“ sem hann byggir á áratuga rannsóknum.

09. maí 2019
08:30

Er ávaxtakarfa og líkamsræktarstyrkur nóg?

Karolien Van Den Brekel heimilislæknir og doktor í sálfræði fjallaði um jákvæða heilsu og vinnustaði.