Fara á efnissvæði
21. febrúar
12:00

Hamingja á vinnustöðum er alvörumál!

Vanessa King hjá Action for Happiness fjallar um mikilvægi hamingju á vinnustöðum. Hún er þekktur fyrirlesari á sviði jákvæðrar sálfræði og sérfræðingur um vellíðan, þrautseigju og hamingju á vinnustöðum.

Vanessa King hjá Action for Happiness fjallar um mikilvægi hamingju á vinnustöðum. Hún er þekktur fyrirlesari á sviði jákvæðrar sálfræði og sérfræðingur um vellíðan, þrautseigju og hamingju á vinnustöðum. Vanessa er viðskiptafræðimenntuð í grunninn, var endurskoðandi og vann m.a. hjá Morgan Stanley bankanum í UK þegar hún færði sig yfir í jákvæða sálfræði en hingað kemur hún til að kenna í jákvæðri sálfræði við Endurmenntun Háskóla Íslands.

Alma D. Möller landlæknir ávarpaði jafnframt fundinn, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir reifaði rannsóknir sínar á hamingju vinnandi fólks á Íslandi og Ingibjörg Loftsdóttir kynnti Velvirk verkefnið.

Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK, Alma D Möller landlæknir og Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir forstjóri Vinnueftirlitsins rituðu undir viljayfirlýsingu um heilsueflingu á vinnustöðum undir lok fundar.

 

Meira um fundinn hér.

Spila myndband