
Breytingar á vinnustöðum eftir Covid 19
VIRK, embætti landlæknis og Vinnueftirlit ríkisins buðu upp á kynningu á nýrri vefsíðu og kynningarmyndböndum sem voru að fara í loftið.
Þá fjallaði Hulda Sólveig Jóhannsdóttir um Innleiðingu Heilsueflandi vinnustaðar hjá Hafnarfjarðarbæ sem er sérlega áhugaverð þar sem allir vinnustaðir Hafnarfjarðarbæjar eru að vinna að vinna að innleiðingu.
Að lokum sögðu þær Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir og Ágústa Rún Valdimarsdóttir frá framkvæmd Heilsueflandi vinnustaðar hjá Eflu en Efla hefur nýtt sér viðmið Heilsueflandi vinnustaða frá því þau fóru í loftið og starfsfólk tekið höndum saman við að beina sjónum að heilsueflandi lífsstíl.
Upptöku af fundinum hér að neðan.