Fara á efnissvæði

Heil­sue­flan­di til framtíðar

Heil­sue­flan­di vin­nus­taður er framtíðarverkefni sem er gott að hafa í huga við allt skip­u­lag og stefnumó­tun vin­nus­taðar. Æski­legt er að yfir­fara viðmiðin reglulega, á eins til tveg­gja ára fresti til að meta stöðu­na og sjá hvaða breytin­gar hafi átt sér stað.

Heil­sue­flan­di vin­nus­taður er framtíðarverkefni sem þarf að hafa í huga við allt skip­u­lag og stefnumó­tun vin­nus­taðar.

  • Innleiðing heilsueflandi vinnustaðar er ákvörðun stjórnenda og starfsfólks vinnustaðarins.
  • Velja þarf mismunandi leiðir eftir starfsemi og menningu vinnustaðar.
  • Um þróunarferli er að ræða sem hugsað er til langframa.
  • Markmiðið er ekki að fá fullt hús stiga í byrjun heldur að skoða hvar tækifæri liggja til að gera betur.
  • Oft er hægt að velja einfaldar aðgerðir sem kosta lítið eða ekkert en leiða til betri líðanar starfsmanna.

Æski­legt er að yfir­fara viðmiðin ár­lega til að meta stöðuna og sjá hvort breytin­gar hafi átt sér stað sem þarf að bregðast við og ein­nig til að meta áran­gur af heil­sue­flingarstarfinu. Hafið í huga að Heil­sue­flan­di vin­nus­taður er langh­laup en ekki átaksverkefni. Meta þarf því reglulega hvort vin­nus­taður­inn leitast við að nál­gast viðmiðin til að viðhal­da og efla heil­su og vel­líðan starfs­fólks.