Fara á efnissvæði

Gátlistar og viðmið

Heilsueflandi vinnustaður - Gátlistar og viðmið
Spila myndband

 

Gátlistar Heilsueflandi vinnustaða eru átta talsins og innan þeirra misjafnlega mörg viðmið. Í sumum tilfellum er viðmiðunum skipt í kafla til að auðvelda yfirferð.

 

Gátlistar

Hér að neðan er mynd af einu viðmiði og kvarðanum sem er notaður til að skora viðmiðin.

  • Leiðbeinandi upplýsingar eða nánari útskýringar er hægt að skoða með hverju viðmiði með því að smella á „Ítartexta“.
  • Þegar vinnustaður mátar sig við viðmið og staðsetur stöðu vinnustaðar á kvarðanum er gott að skrá skýringar inni á „Skrá stöðu/aðgerð“
  • Séu fulltrúarnir í stýrihópnum sammála um að viðmiðið eigi ekki við á vinnustaðnum geta þeir valið að blokkera það með því að haka við „Viðmið á ekki við“.

 

Kvarði 

Viðmið eru metin á kvarðanum 0 til 5. Kvarðinn mælir hversu vel vinnustaðurinn hefur tileinkað sér hvert viðmið fyrir sig.

 

 

Skorun viðmiða

  • Stýrihópurinn sér um að skora viðmiðin
  • Farið er yfir hvert viðmið og núverandi staða metin.
  • Gott er að dreifa yfirferð viðmiða á nokkra fundi.
  • Þegar viðmið eru skoruð í fyrsta sinn er dregin grunnlína fyrir hvern gátlista fyrir sig.
  • Sum viðmið er auðvelt að skora en önnur krefjast huglægara mats.
  • Ýmsar upplýsingar frá vinnustaðnum geta nýst við skorun viðmiða svo sem starfsmannakannanir, mannauðsstefnur, upplýsingar frá öryggisnefnd, áætlun um öryggi og heilbrigði starfsfólks o.s.frv.

Gott að hafa í huga

  • Tilgangurinn er að finna hvaða atriði er hægt að vinna með til að bæta vellíðan á vinnustaðnum. Tilgangurinn er ekki að láta vinnustaðinn líta betur út en raunin er.
  • Fulltrúar stýrihóps ættu að leggja sig fram við að sýna umburðarlyndi, skilning og heiðarleika við skorun viðmiða.
  • Niðurstaðan er fyrir vinnustaðinn og er ekki borin saman við niðurstöður annarra vinnustaða.