Fara á efnissvæði

Áherslur

Þegar skorun viðmiða er lokið eru niðurstöður nýttar til stefnumótunar á sviði heilsueflingar. Vinnustaðurinn velur hvað skuli leggja áherslu á hverju sinni, setur sér markmið og gerir áætlanir um útfærslu sem ná til sem flestra á vinnustaðnum. 

Þegar niðurstöður úr skorun viðmiða liggja fyrir er æskilegt að kynna þær fyrir starfsfólki vinnustaðarins og leita eftir því hvaða áherslur það vill sjá á næstunni. Þá er gott til að mynda að velta fyrir sér eftirfarandi spurningum: 

  • Hvar eru styrkleikar vinnustaðarins hvað varðar heilsueflingu?
  • Hvað er verið að gera vel?
  • Hvar liggja tækifæri til vaxtar?

Þegar umræða hefur átt sér stað um styrkleika og tækifæri leitar stýrihópur eftir tillögum frá starfsfólki um hvað skuli leggja áherslu á í heilsueflingu á vinnustaðnum. 

Viðmið valin

Stýrihópur velur síðan út frá tillögum starfsfólks hvaða viðmið leggja eigi áherslu á á ákveðnu tímabili (til dæmis misseri/ári).

Mælt með því að vinna að fáum viðmiðum fyrir sig í einu eða vinna í stökum gátlistum á hverju tímabili.

Heilsueflandi vinnustaður fyrir vinnustaðinn í heild

  • Aðgerðir taki mið af því að aðstæður, færni, áhugi og forsendur starfsfólks eru ólíkar.
  • Hafa skal samt í huga að þátttaka starfsfólks í viðburðum tengdum heilsueflingu er valfrjáls.

Búa þarf til samstöðu til að vinna að markmiðum varðandi heilsueflingu.

Kynningar þurfa að ná til alls starfsfólks.

  • Til dæmis á starfsmanna/teymisfundum.
  • Upplýsingar þurfa að ná til allra starfsstöðva.
  • Þurfa kynningar að vera á fleiri en einu tungumáli?
  • Með hvaða leiðum er best að deila upplýsingum?