Fara á efnissvæði

Heilsueflandi viðmið

Inn á vefnum heil­sue­flan­di.is er vefsvæði þar sem dregin hafa ver­ið fram hel­stu viðmið sem heil­sue­flan­di vin­nus­taðir geta miðað sig við. Þeim he­fur ver­ið skipt niður í átta gátlista um hel­stu þæt­ti sem teng­jast heil­sue­flingu starfs­fólks á vin­nustöðum. Hér er einnig að finna leiðbeiningar um innleiðingu og fyrstu skref. 

Viðmiðunum hefur verið skipt niður í átta gátlista sem innihalda helstu þætti sem tengjast heilsueflingu starfsfólks á vinnustöðum. Viðmiðin taka mið af heildrænni nálgun og byggja á vísindalegum grunni. Þau beinast að þeim þáttum sem þekkt er að hafi áhrif á lifnaðarhætti, heilsu og vellíðan starfsfólks.

Á heilsueflandi.is er gangvirkt vinnusvæði þar sem vinnustaðir svara hverju viðmiði fyrir sig. Niðurstöður gefa upplýsingar um stöðu vinnustaðarins og út frá henni getur vinnustaðurinn gert áætlanir um úrbætur. Árangur er metinn reglulega, markmið sett og unnið með þau. Þannig getur vinnustaðurinn séð framfarir í heilsueflingu.

Gátlistar Heilsueflandi vinnustaða

Hér má sjá gátlista Heilsueflandi vinnustaða og viðmiðin sem þeir innihalda. Hægt er að smella á boxin til að sjá hvern gátlista fyrir sig og viðmiðin sem þeir innihalda. 

Til að geta unnið með gátlistana þarf að búa til aðgang fyrir vinnustaðinn.

Nýskráning á heilsueflandi.is

Fyrsta skrefið til þátttöku sem heilsueflandi vinnustaður er að nýskrá vinnustaðinn. Fulltrúi vinnustaðar sækir um með rafrænum skilríkjum í gegnum heilsueflandi.is

Þegar vinnustaður er kominn með aðgang að vefsvæðinu er hægt að skrá fleira starfsfólk inn á svæðið. Hægt er að stilla mismunandi aðgang starfsfólks að vefsvæðinu, svo sem hvort starfsfólk getur skráð inn upplýsingar eða einungis skoðað upplýsingarnar.

Nýskráning
Heilsueflandi vinnustaður - Nýskráning
Spila myndband

 

Innleiðing og framkvæmd

Fyrsta skrefið í innleiðingu á Heilsueflandi vinnustað er að stofna stýrihóp með fulltrúum vinnustaðar. Stýrihópur heldur utan um innleiðingu og framkvæmd Heilsueflandi vinnustaðar. Stýrihópur nýtir gátlista og viðmið Heilsueflandi vinnustaðar. Hann metur núverandi stöðu á vinnustaðnum og skorar viðmiðin í takt við hana. Þegar skorun viðmiða er lokið í fyrsta sinn er dregin grunnlína í hverjum gátlista fyrir sig.