Fara á efnissvæði

Stýrihópur

Heilsueflandi vinnustaður - Stýrihópur
Spila myndband

 

Stofna stýrihóp

  • Valdir eru fulltrúar frá ólíkum sviðum eða deildum ásamt fulltrúum stjórnenda.
  • Æskilegur fjöldi eru 7-8 manns á stærri vinnustöðum og 2-4 á minni vinnustöðum.
  • Gefa áhugasömu starfsfólki kost á að taka þátt.
  • Funda reglulega svo að samfella verði í starfi stýrihópsins.
  • Stýrihópur starfar með stjórnendum og öryggisnefnd fyrirtækisins.
  • Meðlimir stýrihóps eru skráðir inn á vefinn undir „Mínar upplýsingar“

Hlutverk stýrihóps

  • Kynna Heilsueflandi vinnustað fyrir samstarfsfólki.
  • Skora viðmiðin á reglulegum fundum.
  • Kynna niðurstöður úr skori viðmiða fyrir samstarfsfólki.
  • Ákveða aðgerðir og koma þeim í framkvæmd í samráði við starfsfólk.
  • Taka ábyrgð á verkefninu og halda því á lofti.
  • Eiga í góðu samstarfi við öryggisnefnd vinnustaðar.
  • Sjá til þess að „Heilsueflandi vinnustaður“ lifi áfram á vinnustaðnum.

Stýrihópurinn er teymi

  • Gott er að velja hópstjóra sem skipuleggur fundi og stýrir umræðunni.
  • Gæta þarf þess að allir taki þátt í umræðum.
  • Strax í upphafi þarf stýrihópurinn að vera meðvitaður um að starfsfólk á vinnustaðnum getur haft ólíka sýn og þarfir.
  • Teymið þarf að ná samkomulagi um niðurstöðu fyrir hvert viðmið.