
Tími: 30. nóvember kl. 13:00 – 14:30.
Staðsetning: Á Teams - Smellið hér til að taka þátt í fundinum
Fulltrúum frá heilsueflandi vinnustöðum er boðið til rafrænnar vinnustofu um framkvæmd Heilsueflandi vinnustaða. Tilgangurinn er að deila góðum hugmyndum, fá nýjar, finna út hvað virkar vel og skapa saman heilsueflandi vinnustaðamenningu.
Á vinnustofunni kynnum við örstutt nýja vefsíðu og nýjungar á heilsueflandi.is en áherslan verður á spjall og samvinnu þátttakenda.
Velkomið er að fleiri en einn sæki vinnustofuna frá hverjum vinnustað.
Vinnustofunni stýra Inga Berg Gísladóttir frá embætti landlæknis, Ingibjörg Loftsdóttir og Líney Árnadóttir frá VIRK.
1. Hafið þið góð ráð til að búa til traust og sálfélagslegt öryggi innan stýrihópsins sem væntanlega er samsettur er af fulltrúum ólíkra deilda/sviða?


2. Hvernig hefur tekist til að fá bæði stjórnendur og starfsfólk til að axla ábyrgð og koma að innleiðingu og framkvæmd Heilsueflandi vinnustaðar?
Ef ykkar vinnustaður er ekki kominn af stað í innleiðingunni – hverju teljið þið að þurfi sérstaklega að huga að hér?


3. Til hvaða úrræða/aðgerða hefur vinnustaðurinn gripið sem hafa heppnast vel?
Ef ekki er byrjað að velja aðgerðir til að framkvæma á ykkar vinnustað, eru þið þá með tillögur/hugmyndir sem þið teljið að gætu heppnast vel?


4. Hefur vinnustaðurinn valið einhverjar aðgerðir í tengslum við sálfélagslega þætti, hvað hefur það verið og hvernig hefur það tekist? Ef ekki – eruð þið með einhverjar hugmyndir að aðgerðum? (til dæmis í tengslum við gátlistana vellíðan og starfshætti, viðmið sem lúta að til dæmis sjálfræði, trausti, streitu, virðingu, samskipti)
5. Hvernig er hægt að efla og styrkja heilsueflandi vinnustaði enn frekar og hvaðan ætti sá stuðningur að koma?

