
Vinnustofa um Heilsueflandi vinnustað - Sköpum saman heilsueflandi vinnustaðamenningu
Fulltrúum frá heilsueflandi vinnustöðum er boðið til vinnustofu um framkvæmd Heilsueflandi vinnustaða. Tilgangurinn er að deila góðum hugmyndum, fá nýjar, finna út hvað virkar vel og skapa saman heilsueflandi vinnustaðamenningu.
Á vinnustofunni kynnum við örstutt nýja vefsíðu og nýjungar á heilsueflandi.is en áherslan verður á spjalli og samvinnu þátttakenda. Boðið verður upp á morgunhressingu.
Velkomið er að fleiri en einn komi frá hverjum vinnustað.
Vinnustofunni stýra Inga Berg Gísladóttir frá embætti landlæknis og Líney Árnadóttir frá VIRK.

